8. apríl 2025 kl. 14:45
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Engar breyt­ing­ar hjá Sam­fylk­ing­unni að óbreyttu

Ekki er útlit fyrir að breytingar verði á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, er ein í framboði til formanns en framboðsfrestur í það embætti rann út á föstudaginn.

Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
RÚV / Ragnar Visage

Framboðsfrestur til embættis varaformanns rennur út 15:30 á föstudaginn, á síðari degi landsfundar. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og núverandi varaformaður, er enn sem komið er eini frambjóðandinn í embættið.

Landsfundurinn verður settur klukkan 13 á föstudaginn í Fossaleyni Studio í Grafarvogi.