Ekki er útlit fyrir að breytingar verði á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, er ein í framboði til formanns en framboðsfrestur í það embætti rann út á föstudaginn.
RÚV / Ragnar Visage
Framboðsfrestur til embættis varaformanns rennur út 15:30 á föstudaginn, á síðari degi landsfundar. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og núverandi varaformaður, er enn sem komið er eini frambjóðandinn í embættið.
Landsfundurinn verður settur klukkan 13 á föstudaginn í Fossaleyni Studio í Grafarvogi.