Verð á meirihluta þeirra fyrirtækja sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar hefur hækkað í dag, rétt eins og í kauphöllum í Evrópu. Verð sjö fyrirtækja hefur lækkað. Lækkunin nær þó ekki prósenti hjá neinu þeirra.
Hér má sjá gengi úrvalsvísitölunnar og þau tíu fyrirtæki sem hækkað hafa mest í verði það sem af er degi.Skjáskot / Keldan
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm 2% þegar þetta er skrifað.
Verð vaxtarfyrirtækjanna Alvotech, Oculis og Amaraq lækkaði einna mest í hrinu verðlækkana undanfarinna daga sem tengist áhrifum tollahækkana Bandaríkjastjórnar. Fyrirtækin þrjú eru á meðal þeirra félaga sem hækkað hafa mest í verði í dag. Það sama má segja um JBT Marel.