Það spáir hlýju veðri á Norður- og Austurlandi í dag, meðal annars á Egilsstöðum.RÚV / Rúnar Snær Reynisson
Það verður fremur hlýtt í dag og hitinn gæti farið í 15 til 18 stig á Norður- og Austurlandi þegar best lætur. Þar verður einnig lengst af bjart veður. Annars staðar er spáð skýjuðu veðri og smávætu öðru hverju. Á morgun er spáð svalara veðri norðanlands en annars svipuðu.
Spáin gerir ráð fyrir hægum vindi í dag, golu eða kalda, en strekkingsvindi við suðvestur- og vesturströndina.
Á miðvikudag og fimmtudag er spáð rigningu víðast hvar, síst þó á Austurlandi. Eftir það er útlit fyrir kólnandi veður.