6. apríl 2025 kl. 21:13
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Órói mældist aftur við Torfajökul

Órói mældist aftur á jarðhitasvæðinu við Torfajökul í stuttan tíma í kringum átta í dag. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta alllíklega vera vegna breytinga í jarðhitakerfinu þar. Mælar á svæðinu geta numið slíkt sem óróa. Svipaður atburður varð þar upp úr hádegi í gær. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands fylgjast áfram vel með.