6. apríl 2025 kl. 12:28
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Lög­regla rann­sak­ar meinta hóp­nauðg­un

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir um tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir sátu í haldi lögreglu í fimm daga. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir rannsókn miða vel. Hún segir rannsóknir á hópnauðgunum ekki algengar en mál sem þessi komi á borð kynferðisbrotadeildar endrum og sinnum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.RÚV - Kveikur