Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til Hafnarfjarðar um þrjúleytið í nótt þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl. Slökkva tókst eldinn en altjón varð á bílnum og þónokkuð tjón á næsta bíl.
Í kringum klukkan fimm í morgun voru tveir dælubílar svo sendir á vettvang vegna elds sem kviknað hafði í bústað við Rauðavatn. Þegar sá fyrri kom á svæðið var bústaðurinn alelda og því var kallað eftir öðrum og tankbíl til aðstoðar. Um klukkutíma tók til að slökkva glæðurnar en var þá bústaðurinn ónýtur og þakið fallið.