5. apríl 2025 kl. 14:18
Innlendar fréttir
Suðurland

Órói mæld­ist við Torfa­jök­ul

Órói mældist á jarðhitasvæðinu við Torfajökul í um klukkutíma upp úr hádegi í dag. Erfitt reyndist að mæla nákvæma staðsetningu óróans þar sem engir jarðskjálftar mældust, en jarðskjálftavirkni hefur verið um 15 kílómetrum norðvestur af jöklinum síðustu daga. Þar er virkt háhitasvæði og er óróinn líklegast tengdur því að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á vakt hjá Veðurstofunni.

Hún segir ólíklegt að óróinn tengist kvikuhreyfingum. Þá myndu sjást breytingar í aflögun í landslaginu og líklega fylgdu þeim myndarlegar jarðskjálftahrinur.

Mynd af Torfajökli og svæðinu í kring. Snjór yfir öllu.
Aðsent / Landhelgisgæslan

Síðast gaus í Torfajökli 1477.