Mild suðlæg átt verður yfir landinu í dag. Sunnan- og vestantil má búast við kalda eða strekkingi með súld og dálítilli rigningu á köflum en hægari vind og léttskýjuðu um landið norðaustanvert.
Hiti verður allt að 14 stig á Austurlandi í dag. Hitinn fer lækkandi eftir því sem litið er vestar á landakortið og nær allt niður í fimm stig. Veðrið verður svipað á morgun en á mánudag bætir heldur í úrkomuna á vesturhluta landsins.
Útlit er fyrir áframhaldandi sunnanáttir og hlýindi fram yfir miðja vikuna. Seinna í vikunni virðist sem suðvestanáttin verði ríkjandi með kólnandi veðri.
Svona lítur veðrið út um klukkan 14 í dag.Veðurstofa Íslands