50 íslenskir háhyrningar seldir í dýragarða - „Skammarleg saga“

Hart er tekist á um hvað eigi að gera við íslenska háhyrninga sem hafa verið aðalstjörnurnar í sædýragarðinum í Antibes í Frakklandi. Þeir eru afkomendur tveggja af 50 háhyrningum sem veiddir voru við Ísland og seldir í dýragarða.

Þóra Tómasdóttir

,
Nærmynd af háhyrningunum Wikie og Keijo í lauginni í Marineland í Anibes í Frakklandi.

Örlög Wikie og Keijo eru óráðin. Dýragarðinum í Antibes hefur verið lokað og óljóst er hvað verður um háhyrningana. Eigendur garðsins vilja selja þá til Loro Parque á Tenerife en dýraverndunarsinnar mótmæla því.

– International Marine Mammal Project