Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt þótt dregið hafi úr henni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofu.
Virknin dreifist nokkuð jafnt um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Skjálftarnir eru á nokkuð stöðugu fjögurra til sex kílóetra dýpi.
Hrina gikkskjálfta hófst um hálfsex í gær. Stærsti skjálftinn var 3,9 að stærð, rétt fyrir klukkan ellefu. Fimm skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð síðan hrinan hófst.