4. apríl 2025 kl. 17:47
Innlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

14 drepin í árás Rússa á heimaborg Zelenskys

Fjórtan létust, þar af minnst þrjú börn, í skotflaugaárás Rússlandshers á Kryvyi Rig, heimaborg Volodymyr Zelenskys forseta Úkraínu í dag. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum særðust um fimmtíu til viðbótar í árásinni. Útlit er fyrir að fleiri gætu fundist slasaðir. Zelensky segir árásina staðfestingu á að Rússar vilji ekki vopnahlé. „Allur heimurinn getur séð það,“ sagði Zelensky í færslu á Telegram.

Sams konar árás var gerð á borgina á miðvikudag, þá létust minnst fjórir og á annan tug slasaðist.

epa11991886 Ukraine's President Volodymyr Zelensky looks on during his meeting with the British prime minister at the UK ambassador's residence following the Ukraine summit in Paris, France, 27 March 2025. The French president on 27 March hosts European leaders, including the Ukrainian president, for a summit aimed at boosting Ukrainian security ahead of any potential ceasefire with Russia.  EPA-EFE/Benjamin Girette / POOL
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA-EFE / Benjamin Girette / POOL