Fjórtan létust, þar af minnst þrjú börn, í skotflaugaárás Rússlandshers á Kryvyi Rig, heimaborg Volodymyr Zelenskys forseta Úkraínu í dag. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum særðust um fimmtíu til viðbótar í árásinni. Útlit er fyrir að fleiri gætu fundist slasaðir. Zelensky segir árásina staðfestingu á að Rússar vilji ekki vopnahlé. „Allur heimurinn getur séð það,“ sagði Zelensky í færslu á Telegram.
Sams konar árás var gerð á borgina á miðvikudag, þá létust minnst fjórir og á annan tug slasaðist.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA-EFE / Benjamin Girette / POOL