2. apríl 2025 kl. 17:05
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Þrír enn í gæslu­varð­haldi

Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi 10. mars. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og segir rannsókn miða vel. Karl og kona sem einnig höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins voru látin laus í gær og í dag. Þau hafa áfram réttarstöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglu.

Alls sátu sjö í gæsluvarðhaldi eftir að maður, sem saknað var í Þorlákshöfn í byrjun mars, fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík morguninn eftir og lést skömmu eftir komu á sjúkrahús.