Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir á mánudaginn að forsætisráðuneytið léti nefndinni í té öll gögn er varða mál fyrrum mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Fyrir nefndinni liggur beiðni um að nefndin skoði sérstaklega meint trúnaðarbrot ráðuneytisins í málinu.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Myndin er tekin í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 12. júní 2024.RÚV - Ragnar Visage
Ólöf Bjarnadóttir, sem sendi forsætisráðuneytinu erindi um mál Ásthildar Lóu lítur svo á að ráðuneytið hafi rofið trúnað þegar Ásthildur Lóa var upplýst um erindið. Ráðuneytið hefur viku til að verða við beiðninni og síðan metur nefndin hvort tilefni sé til að kalla gesti fyrir nefndina.