Í dag er spáð hvassri vestanátt á Norður- og Austurlandi, með stöku éljum seinnipartinn. Það lægir í kvöld og á morgun teygir hæðarsvæði sig yfir landið með björtu veðri í flestum landshlutum. Vestantil verður þó skýjað og sums staðar smá væta framan af degi.
Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn en allvíða næturfrost.
Um helgina mun hæðarsvæðið beina til okkar mildri sunnan- og suðaustanátt. Spáð er léttskýjuðu á Norður- og Austurlandi en skýjuðu og lítilsháttar úrkomu suðvestan- og vestanlands.
Fuglarnir geta glaðst yfir bjartviðrinu sem er spáð næstu daga.Ólöf Rún Erlendsdóttir