Frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð fjórðubekkinga

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

,

Hlaupastingur, lag Barnamenningarhátíðar, var frumflutt í Fossvogsskóla í hádeginu. Hljómsveitin Inspector Spacetime samdi lagið út frá þema hátíðarinnar sem er „úti að leika“. Fjórðubekkingar í Reykjavík svöruðu ýmsum spurningum um hvað fælist í orðunum úti að leika og hljómsveitin bjó til texta við lagið úr svörum barnanna.

Kór Fossvogsskóla flutti einnig lag við athöfnina í dag. Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 8.-13. apríl.