1. apríl 2025 kl. 15:24
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Ekið á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut

Einn var fluttur með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Reykjanesbraut um klukkan þrjú. Reykjanesbraut er lokuð til norðurs við brúna undir Breiðholtsbraut vegna slyssins. Búast má við því að vegurinn verði lokaður í talsverðan tíma, segir á vef Vegagerðarinnar.

Mynd af vettvangi umferðarslyss á Reykjanesbraut.
RÚV / Bjarni Pétur Jónsson

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.