31. mars 2025 kl. 13:01
Innlendar fréttir
Efnahagsmál

Vöruviðskipti óhagstæð um 57,3 milljarða króna í febrúar

Vöruviðskiptin í febrúar voru óhagstæð um 57,3 milljarða króna að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Fluttar voru út vörur fyrir 78,5 milljarða króna í febrúar 2025 og innflutningur nam 135,7 milljörðum króna.

Þetta er mun óhagstæðara en í janúarmánuði þegar vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 5,6 milljarða. Í febrúar í fyrra var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 20,6 milljarða.