Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Verður ekki var við dvínandi vinsældir notaðra Tesla

Sigurður Þorri Gunnarsson

Síðdegisútvarpið sló á þráðinn til Hilmars Hólmgeirssonar bílasala á bílasölunni Bílaborg til þess að forvitnast um málið.

„Ég verð ekkert var við það mjög mikið inn á bílasölunni, þetta tal. Ég heyri af þessu sem þið eruð að tala um, að það séu einhverjir að mótmæla og menn eru stórhuga í yfirlýsingum oft um hvað þetta sé og hvernig og hvers lags. En bíllinn er og hefur verið mjög vinsæll, bara almennt,“ segir Hilmar spurður um hvort hann finni fyrir dvínandi áhuga á notuðum Tesla-bifreiðum á markaðnum.

„Ég finn fyrir miklum vinsældum bílsins almennt á bílasölum.“

Þú getur hlustað á viðtalið við Hilmar í spilaranum hér að ofan.