31. mars 2025 kl. 13:54
Innlendar fréttir
Suðurland

Suð­ur­lands­veg­ur lok­að­ur vegna um­ferð­ar­slyss

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós nú fyrir skömmu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Viðbragðsaðilar eru sagðir á vettvangi og er Suðurlandsvegur lokaður á meðan vettvangsvinna stendur yfir.