31. mars 2025 kl. 1:54
Innlendar fréttir
Ferðaþjónusta

Gisti­n­ótt­um í febr­ú­ar fækk­aði milli ára

Gistinætur á hótelum í febrúar voru rúmlega 4,5 prósentum færri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Þeim fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum þar sem þeim fjölgaði um 16,6 prósent.

Fækkun gistinótta á höfuðborgarsvæðinu var 6,7 prósent en mesta fækkunin var 23,2 prósent á Austurlandi. Framboð hótelherbergja jókst þó lítillega á nær öllu landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Framboð á Austurlandi dróst hins vegar saman um rúmlega 24 prósent.

Ferðamenn fyrir framan lundabúð í miðbæ Reykjavíkur
Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage