Eldingaveður er á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir óstöðugt loft hafa fylgt í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Mikið eldingaveður hafi verið aðallega suður- og suðvestur af Reykjanesskaga.
„Síðan var eldingaþyrping yfir Kleifarvatni á Reykjanesskaga og Vatnsleysu, nokkrar eldingar mældust skammt suður af Hafnarfirði.“
Þungskýjað á höfuðborgarsvæðinu.RÚV / Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir
Það heyrðust nokkrar þrumur í Reykjavík og eldingar sáust. Einnig barst tilkynning um eldingar í Keflavík. Flestar hafi þær þó verið úti á hafi suður og vestur af Reykjanesskaga.
„Upp úr klukkan sex fer að draga verulega úr þessu.“