Konur í öllum helstu embættum á Íslandi
Í fyrsta sinn eru konur í öllum æðstu embættum þjóðarinnar á sama tíma, yfir háskólastofnunum og þjóðkirkjunni.
Eftir að Silja Bára Ómarsdóttir tekur við sem rektor við Háskóla Íslands stýra konur öllum opinberum og einkareknum háskólum á landinu í fyrsta sinn. Þá eru eingöngu konur í forystu flokka ríkisstjórnarinnar og í borgarstjórn. Það hefur aldrei gerst áður. Á sama tíma er kona forseti, biskup, ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari.
Það er ekki sjálfgefið að konur gegni þessum embættum, ef litið er yfir söguna. Þannig er Silja Bára einungis önnur konan sem er kjörin rektor Háskóla Íslands, en frá 1911 hafa 38 karlar verið rektor skólans.
Svona er þetta víðar. Kona var fyrst kjörin biskup meira en tvö hundruð árum eftir að biskupsdæmin tvö, Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi, voru sameinuð í eitt, en í næstum átta hundruð ár þar á undan voru aðeins karlar biskupar, samtals um þúsund ár.
Fleiri klippur
Þakkar Ásgarðsskóla alla daga fyrir að hafa bjargað sér
Umfjöllun um Breiðholt neikvæð og einhliða: „Það væri æðislegt ef fólk myndi minnka fordómana“
Mikil aflögun á Reykjanesskaga
Snertiskjáir í nýjum bílum geta verið varasamir
Frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð fjórðubekkinga
Ríki sem deila um að landsvæði tilheyri þeim ekki
Gosið á einni mínútu
Myndir af eldgosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fleiri innlendar fréttir
„Þessi þunna skel á milli hryllings og einfaldleika“
Kröfum Hreyfils um einkarétt á biðstæðum vísað frá
Tvær táningsstúlkur í haldi en hvorug með tengsl við landið
Lögregla rannsakar meinta hópnauðgun
Áfram jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga - fjórir skjálftar um 3 að stærð
Fjármögnuðu Sædýrasafnið með sölu á háhyrningum: „Þeir kölluðu, grétu og upplifðu gígantíska sorg“
