Konur í öllum helstu embættum á Íslandi

Í fyrsta sinn eru konur í öllum æðstu embættum þjóðarinnar á sama tíma, yfir háskólastofnunum og þjóðkirkjunni.

Alma Ómarsdóttir

Eftir að Silja Bára Ómarsdóttir tekur við sem rektor við Háskóla Íslands stýra konur öllum opinberum og einkareknum háskólum á landinu í fyrsta sinn. Þá eru eingöngu konur í forystu flokka ríkisstjórnarinnar og í borgarstjórn. Það hefur aldrei gerst áður. Á sama tíma er kona forseti, biskup, ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari.

Það er ekki sjálfgefið að konur gegni þessum embættum, ef litið er yfir söguna. Þannig er Silja Bára einungis önnur konan sem er kjörin rektor Háskóla Íslands, en frá 1911 hafa 38 karlar verið rektor skólans.

Svona er þetta víðar. Kona var fyrst kjörin biskup meira en tvö hundruð árum eftir að biskupsdæmin tvö, Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi, voru sameinuð í eitt, en í næstum átta hundruð ár þar á undan voru aðeins karlar biskupar, samtals um þúsund ár.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV