Fjöldi fólks naut sólmyrkvans frá Perlunni
Deildarmyrkvi á sólu verður þegar tunglið gengur fyrir sólina og hylur hana að hluta. Þegar deildarmyrkvinn náði hámarki rétt eftir ellefu huldi tunglið tæplega sjötíu prósent af sólinni.
Jeff Levy frá Bandaríkjunum sagði þetta mikið sjónarspil. Hann lenti hér á landi í morgun og segist strax vera hrifinn af landi og þjóð.
Bresk hjón sem eru hér á landi í fríi sögðust síðast hafa síðast séð sólmyrkva fyrir mörgum árum. Þau sögðu upplifunina vera öðruvísi hér á landi en þar og útsýnið vera frábært.