Svona þarftu að bera þig að ef þú ætlar að ferðast til Bretlands

Sigurður Þorri Gunnarsson

ETA svipar til ESTA-kerfisins sem margir þekkja þegar ferðast er til Bandaríkjanna.

„Þetta hefur staðið til í nokkurn tíma og tilgangurinn er sá að gera landamæraeftirlit í Bretlandi skilvirkara. Þetta ETA-kerfi hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn frá öðrum heimshlutum en nú er komið að Evrópu og það var opnað fyrir umsóknir Íslendinga 5. mars síðastliðinn,“ segir Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í Bretlandi um þetta nýja kerfi en skylda verður að vera með ETA frá og með 2. apríl. Þá bætti Sturla við að ETA nái einnig til barna.

„Í rauninni er auðveldast að sækja um ETA með appinu sem er undir UK ETA og er fyrir iPhone og Andriod síma. En það er líka hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, sem er gov.uk.“

Þú getur heyrt meira um málið í spilaranum hér að ofan.