Tveir slökkviliðsbílar frá Brunavörnum Suðurnesja á vettvangi, auk eins lögreglubíls.RÚV / Þorgils Jónsson
Brunavörnum Suðurnesja (BS) barst fyrr í kvöld tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.
Að sögn Gunnars Jóns Ólafssonar, bakvaktarstjórnanda hjá BS, var eldurinn minniháttar. Svo virðist sem kveikt hafi verið í rusli ofan í sundlauginni.
Gunnar segir í samtali við fréttastofu að vinna á vettvangi sé á lokametrunum. Búið sé að slökkva allan eld og slökkviliðsmenn vinni nú við að reykræsta bygginguna.
Lengi hefur staðið til að rífa gömlu sundhöllina en engin starfsemi er þar núna.