28. mars 2025 kl. 6:44
Innlendar fréttir
Veður

Kalt um allt land

Í dag verður norðaustlæg átt, víða gola eða kaldi, og áfram lítils háttar él fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi. Hiti
víða kringum frostmark eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan.

Veðurspá
Veðurspá klukkan 8.Veðurstofa Íslands

Áfram norðaustlæg átt á morgun og þá bætir heldur í vind suðaustan til og búast má við slyddu eða snjókomu austan til. Yfirleitt þurrt vestanlands og hlýnar heldur í veðri.