28. mars 2025 kl. 13:19
Innlendar fréttir
Viðskipti

For­manns­skipti hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Eyjólfur Árni Rafnsson lætur af formennsku í Samtökum atvinnulífsins á aðalfundi 15. maí. Hann hefur verið formaður í átta ár.

Myndir frá blaðamannafundi innviðaráðuneytis vegna flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgangna til Keflavíkurflugvallar. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni.
Eyjólfur Árni Rafnsson.RÚV / Ragnar Visage

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur líka fram að Jón Ólafur Halldórsson gefi kost á sér. Hann hefur verið í stjórn samtakanna í áratug. Hann var formaður Samtaka verslunar og þjónustu síðustu sex árin.