100 manna lúðrasveit í nýju verki Íslenska dansflokksins

Ástrós Signýjardóttir og Grétar Þór Sigurðsson

,

Það var nóg um að vera í Borgarleikhúsinu í kvöld þegar tvö verk voru frumsýnd.

Á nýja sviðinu var leikverkið Fjallabak frumsýnt. Í verkinu er fylgst með ástarsögu tveggja manna, þeirra Ennis og Jack sem dragast hvor að öðrum, þrátt fyrir fordóma samfélagsins.

Íslenski dansflokkurinn (ÍD) frumsýndi Hring­ir Orfeus­ar og ann­að slúð­ur á stóra sviðinu. Það er verk Ernu Ómarsdóttur sem er fráfarandi listdansstjóri ÍD.

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir tók við stöðu listdansstjóra ÍD í dag. Hún segir verkið vera algjöra veislu fyrir skynfærin og að áhorfendur geti átt von á miklu sjónarspili.

Fréttastofan leit inn á bæði þessi svið í beinni útsendingu í kvöldfréttum og tók aðstandendur sýninganna tali. Sjá má innslagið í spilaranum hér að ofan.