Kosið í annarri umferð rektorskjörs
Kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar og Silju Báru Ómarsdóttur í annarri umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Kosning hófst í gær og lýkur í dag. Magnús og Silja Bára fengu flest atkvæði í fyrri umferð kjörsins í síðustu viku.
Í fyrr umferð rektorskjörs fékk Magnús Karl Magnússon 33,6% atkvæða og Silja Bára Ómarsdóttur 29,3%. Kosið er á milli þeirra tveggja í annarri umferð kjörsins í gær og í dag.
Aðsend/RÚV – Aðsend/Ragnar Visage