Allt um ómannaða öryggiskafbátinn sem mun sinna eftirliti hér við land

Í síðustu viku var greint frá því að ómannaður öryggiskafbátur á vegum Landhelgisgæslunnar myndi sinna eftirliti með sæstrengjum við landið. Kafbáturinn er framleiddur hér á landi. Síðdegisútvarpinu á Rás 2 lék forvitni á að vita meira um málið.

Sigurður Þorri Gunnarsson

Það er hátæknifyrirtækið Teledyne Gavia sem framleiðir kafbátinn. Fyrirtækið hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta og um 50 manns starfa hjá því hérlendis, en fyrirtækið rekur starfsstöðvar um heim allan. Sífelld aukning er í þjónustu þess.

Stefán Reynisson framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sagði hlustendum Síðdegisútvarpsins á Rás 2 frá magnaðri sögu þessa fyrirtækis, sem á rætur að rekja til prófessors við Háskóla Íslands sem hóf að þróa færanlegar baujur árið 1997.

Þrír helstu kúnnahópar fyrirtækisins eru vísindasamfélagið, ýmsir þjónustuaðilar s.s. fyrir olíufyrirtæki og svo landhelgisgæsla og sjóher ýmissa landa, sem sinna alls kyns eftirliti.

Hlustaðu á áhugavert viðtal við Stefán um Teledyne Gavia og virkni þessa ómannaða kafbáts í spilaranum hér að ofan.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV