Stefnir á að útrýma ólæsi og æfa sig í ensku

Þorgils Jónsson

,

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, stefnir að kerfisbundnu átaki til að útrýma ólæsi. Hann segir íslenskt menntakerfi standa vel en mörg stór verkefni séu framundan.

Það hafi verið mistök að halda ræðu á ensku á alþjóðlegri ráðstefnu.

„Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið sem ég tala á ensku í tvö ár, eða les upphátt.“

Hann sagðist skilja umræðuna. „Ég sá illa á blaðið, þetta voru mistök – fall er fararheill.“

Hann segist ekki leiður yfir þessu, heldur ætli að horfa fram á við.

Og æfa þig betur í ensku?

„Já, alveg pottþétt.“