Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fundaði með Denisu Saková, efnahagsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu, í gær.
Saková var í heimsókn á Íslandi til að kynna sér jarðhitanýtingu hérlendis. Hún heimsótti meðal annars Hellisheiðarvirkjun og Grindavík.
Ráðherrarnir ræddu orkumál og nýtingu jarðhita í Slóvakíu. Þeir sammæltust á fundinum um að skoða möguleika á samstarfi þjóðanna á sviði jarðhitanýtingar og skyldra mála.
Denisa Saková efnahagsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu.EPA-EFE / MARTIN DIVISEK
Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.