26. mars 2025 kl. 12:51
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Fund­aði með að­stoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Slóv­ak­íu

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fundaði með Denisu Saková, efnahagsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu, í gær.

Sagt var frá heimsókninni á vef Stjórnarráðs Íslands.

Saková var í heimsókn á Íslandi til að kynna sér jarðhitanýtingu hérlendis. Hún heimsótti meðal annars Hellisheiðarvirkjun og Grindavík.

Ráðherrarnir ræddu orkumál og nýtingu jarðhita í Slóvakíu. Þeir sammæltust á fundinum um að skoða möguleika á samstarfi þjóðanna á sviði jarðhitanýtingar og skyldra mála.

epa08014179 Slovak Interior Minister Denisa Sakova attends a press conference after the Visegrad Group (V4) and Austria Interior Ministers meeting in Prague, Czech Republic, 21 November 2019. Ministers discussed V4's common position on the proposals of the new EU Commission on Internal Security and Migration and on cooperation with Great Britain after Brexit.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
Denisa Saková efnahagsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu.EPA-EFE / MARTIN DIVISEK

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.