Fimm skref aftur á bak og tíu skref áfram

Selma Margrét Sverrisdóttir

,

Fjórtán framhaldsskólar víða um land tóku þátt í svokallaðri March forward-herferð UN Women á Íslandi í dag. Í Menntaskólanum á Akureyri sameinuðust nemendur klukkan tólf og stigu saman táknræn skref.

Fyrst voru stigin 5 skref aftur á bak til þess að tákna þá afturför sem orðið hefur í jafnréttisbaráttunni. Því næst stóðu nemendur kyrrir í 5 sekúndur til merkis um að þeir tækju eftir og hefðu fengið nóg. Að lokum stigu þeir svo tíu skref fram á við til að sýna að baráttunni er hvergi nærri lokið.