Enn að jafna sig á ósigrinum í kosningunum
„Ég er eiginlega ekkert búinn að jafna mig á því að vera ekki lengur heilbrigðisráðherra. Vegna þess að ég naut þess alveg í botn, eins og maður segir, og þetta er auðvitað mjög heillandi vettvangur. Þessi þrjú ár liðu bara alveg óhemju hratt,“ sagði Willum þegar hann var spurður um hvernig væri að aðlagast nýjum raunveruleika.
„Þetta var bratt eins og þið þekkið. Það er bara högg að eiga við það að ná ekki markmiðum sínum,“ sagði hann og bætti við að það hefði verið auðvelt að hrífast með öllu magnaða fólkinu sem starfar í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.
Willum er enn með puttana í pólitíkinni og var á miðstjórnarfundi Framsóknar um liðna helgi. „Við erum svona hægt og bítandi að greina hvað fór úrskeiðis o.s.frv. Og svo hvernig við getum styrkt okkur að nýju.“
Meira í spilaranum hér að ofan.