Báðir áttu sök þegar flutningaskip sigldi niður trillu

Báðir áttu sök þegar flutningaskipið Longdawn sigldi á smábátinn Höddu út af Garðskaga í maí í fyrra. Flutningaskipið hélt för sinni áfram eftir áreksturinn, en skipverja Höddu var bjargað í annan smábát.

Haukur Holm

,
Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga aðfaranótt 16. maí 2024. Hér má sjá bátinn mara í hálfu kafi við hlið sjóbjörgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein. Þilfar björgunarskipsins er dökkblátt en stýrishúsið appelsínugult.

Báðir eru taldir eiga sök á árekstri fiskibáts og flutningaskips sem varð norðvestur af Garðskaga 16. maí í fyrra.

Áhöfnin á Hannesi Þ Hafstein