25. mars 2025 kl. 22:03
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Um 50 skjálft­ar mælst úti fyrir Tjör­nesi í dag

Rétt eftir klukkan 14 í dag hófst jarðskjálftahrina um 40 kílómetra norður af Húsavík. Um 45 skjálftar hafa mælst síðan þá að sögn Ingibjargar Andreu Bergþórsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.

Jarðskjálftakort sem sýnir Tjörnesbrotabeltið.
Skjálftarnir í dag hafa flestir orðið í um 40 kílómetra fjarlægð frá Húsavík.Veðurstofa Íslands

Um helgina hófst hrina rétt vestan við Kópasker. Ingibjörg segir hrinur sem þessar alvanalegar á þessum slóðum. Þarna sé sniðgengi, jarðskorpuflekarnir rekist því hvor á annan í stað þess að gliðna í sundur líkt og víðast hvar annars staðar á flekamótunum undir Íslandi.

Flestir skjálftarnir hafa verið á bilinu 1 til 2 að stærð, þeir stærstu 2,4. Ekki hafa borist neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist í byggð.