Óttast alvarlega afturför í geðendurhæfingu fyrir ungt fólk

Janus endurhæfing, geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, verður lokað í júní. Notendur og fagfólk óttast rof á þjónustu við viðkvæman hóp og að eyða myndist í kerfinu.

Bergsteinn Sigurðsson

,

„Það er ekkert eins og Janus. Það er engin meðferð sem er gerð fyrir minn hóp,“ segir Eden Frost Kjartansbur, sem sótt hefur starfsendurhæfingu Janusar. Þar steig hán fyrstu skrefin út úr alvarlegri einangrun og aftur út í lífið.

Janus starfsendurhæfing hefur veitt ungu fólki með geðrænan vanda heildstæða þverfaglega þjónustu undanfarin ár. Úrræðinu verður lokað í sumar þar sem samningur við Sjúkratryggingar og Virk verður ekki endurnýjaður.

Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri segir 56% notenda Janusar hafa komist í vinnu, nám eða virka atvinnuleit.

„Ef að Janus endurhæfingu verður lokað þá er þessi þverfaglega geðendurhæfing að fara einhver ár aftur á bak,“ segir Ómar Hjaltason forstöðulæknir.

Fjallað var um málið í Kastljósi.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV