10 ár frá Free the nipple: „Margt áunnist í réttindabaráttu kvenna“

Tíu ár eru frá því Frelsun geirvörtunnar fór af stað með látum. Ein forsvarskvenna segir að margt hafi áunnist í réttindabaráttu kvenna.

Erla María Davíðsdóttir

„Kassamerkið #FreeTheNipple hefur farið með látum um Twitter síðastliðinn einn og hálfan sólarhring. Fjöldi íslenskra kvenna hefur birt myndir af brjóstum sínum til þess að mótmæla því að þurfa að hylja þau á almannafæri.“

Svona hljómaði frétt RÚV fyrir rúmlega 10 árum. Brjóstabyltingin var komin til Íslands. Myndir af brjóstum kvenna flæddu um samfélagsmiðla, en með því vildu þær berjast gegn klámvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans, og slá vopn úr höndum þeirra sem dreifa hefndarklámi á netinu.

Og hreyfingin færðist út í samfélagið. Víða var boðað til Free the nipple-viðburða þar sem berbrjósta konur fjölmenntu.

Aðrir eru að lesa