24. mars 2025 kl. 14:24
Innlendar fréttir
Sjávarútvegur
Gat á sjókví í Patreksfirði
Um hálfs metra breitt gat uppgötvaðist á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Vatneyri í Patreksfirði við reglubundið eftirlit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Rifan uppgötvaðist við reglubundið neðansjávareftirlit og var viðgerð lokið samdægurs.
MAST barst tilkynning um gatið síðasta fimmtudag. Síðast var farið í eftirlit 23. febrúar og þá var nótarpokinn heill.
Í kvínni voru 117.133 laxar að meðalþyngd 3 kg. Lögð voru út net í samráði við Fiskistofu til að fanga mögulegan strokulax. Engir strokulaxar fundust við köfun eða veiddust í netin.