24. mars 2025 kl. 8:38
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Dregur aftur úr skjálfta­virkni við Sund­hnúks­gíga

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga frá því í gær þegar virknin jókst mikið. Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar eru engin merki um gosóróa.

Sundhnúksgígar
Sundhnúksgígar, mynd tekin í mars.RÚV / Ragnar Visage

Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur sagði í sjónvarpsfréttum í gær að vegna þess hve langt er frá síðasta gosi og hve mikil kvika hefur náð að safnast saman geti næsta gos orðið öflugra en þau fyrri.