Bruninn í Hringrás skrifast vonandi á byrjendamistök

Erla María Davíðsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson

,

Slökkviliðsstjóri segist vona að hægt verði að skrifa eldsvoða sem varð á athafnasvæði Hringrásar í gær á byrjendamistök. Fyrirtækið flutti nýverið starfsemi sína. Áður var það til húsa að Klettagörðum í Reykjavík, en á rúmlega tuttugu ára tímabili urðu þar alls sjö eldsvoðar.

Eldurinn braust út á níunda tímanum í gærmorgun og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Hringrás sér um ýmiss konar endurvinnslu, meðal annars á brotajárni, málmum og spilliefni. Nokkrar smásprengingar urðu þegar litlar olíu- og málningartunnur sprungu og urðu þrír gámar eldinum að bráð.