Árni Grétar Finnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann var áður aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu.
Árni Grétar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, fulltrúi á lögmannsstofunum Landslögum og Cato lögmönnum og verið blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is.
Í tilkynningu frá flokknum segir að Árni Grétar hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins, meðal annars verið formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.