Öllum sem voru handteknir í tengslum við hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöld hefur verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir Elín Agnes Aide Kristínardóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Ingólfstorg á föstudag.Alexander Kristjánsson
Alls voru þrettán handtekir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.