Nýir koffínpúðar valda áhyggjum

Ástrós Signýjardóttir

Embætti Landlæknis hefur lengi líst yfir áhyggjum af aukinni neyslu barna og ungmenna á koffínblönduðum orkudrykkjum. Og nú er komin ný vara á markað. Koffínpúðar. Í einum púða getur leynst meira magn af koffíni en í einni orkudrykkjadós.

Sterka koffínblandaða orkudrykki má eingöngu selja til fullorðinna og er bannað að selja þessar vörur einstaklingum undir 18 ára aldri.

Í nýjum ráðleggingum landlæknis um mataræði er sérstaklega varað við neyslu barna og ungmenna á koffínblönduðum vörum.

Koffínpúðarnir eru nýir á íslenskum markaði og því er ekki ljóst hvaða reglur gilda um þá.