21. mars 2025 kl. 14:25
Innlendar fréttir
Samgöngur

Hvalfjarðargöngum lokað í stutta stund

Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund vegna viðgerða nú á þriðja tímanum. Þetta kom fram á vef Vegagerðarinnar í tilkynningu sem rituð var klukkan 14:13. Göngin voru opnuð aftur u.þ.b. 20 mínútum seinna.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan myndaðist röð í göngin vegna tafanna.

Hvalfjarðargöng röð
RÚV / Ragnhildur Thorlacius