20. mars 2025 kl. 12:00
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Vest­ur­lands­veg­ur lok­að­ur við Vín­lands­leið vegna um­ferð­ar­slyss

Vesturlandsvegur er lokaður við Vínlandsleið í vestur, á leið til borgarinnar, vegna umferðarslyss. Fjórir bílar lentu í árekstri en enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús, að sögn Þórarins Þórarinssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir dælubílar, þrír sjúkrabílar og lögregla voru send á vettvang. Vinna þar stendur yfir og því ekki ljóst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.