Bílvelta á Vesturlandsvegi

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

,

Vesturlandsvegur við Vínlandsleið er lokaður í vestur, á leið til borgarinnar, vegna umferðarslyss, sem varð rétt fyrir hádegi. Fjórir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að einn þeirra valt og endaði á hvolfi.

Þórarinn Þórarinsson, aðalvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir engan hafa verið fluttan á sjúkrahús.

Lögregla, tveir dælubílar og þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Vesturlandsvegur var lokaður í tæpa tvo klukkutíma.