19. mars 2025 kl. 14:17
Innlendar fréttir
Kópavogsbær
Kaldavatnslaust í Kópavogi á morgun
Vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki fyrir kalt neysluvatn í Kópavogi þarf að loka fyrir rennsli kalt vatns fimmtudaginn 20. mars frá kl. 22:00 og til kl. 04:00 að morgni 21. mars. Lokunin nær til alls Kópavogs, fyrir utan Vatnsendahverfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Sundlaugar Kópavogs loka kl. 21.30 að kvöldi 20. mars vegna þessa.
Íbúum er bent á að skynsamlegt geti verið að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum þar sem loft getur myndast í kerfinu eftir að vatni hefur verið hleypt aftur á.