Áhersla á reiðufé eftir inngöngu í NATO
„Maður tekur eftir því að oftar en einu sinni og oftar en tvisvar er talað um í skýrslunni, hvað ef? Hvað ef við missum samband við umheiminn?,“ segir Björn Berg sem segir viðbrögð við krísu eða stríði vera megintón skýrslunnar í þetta sinn.
Þar komi reiðuféð sterkt inn. Svíar hafi hingað til gengið langt í því að hætta notkun reiðufjár og dagleg viðskipti með reiðufjár aðeins um 1% þar. Björn segir viðbúið að það hlutfall muni hækka talsvert, fari Svíar eftir ráðleggingum Seðlabankans.
„Bæði er verið að tala um mikilvægi þess að hægt verði að greiða án tengingar við internetið í allt að viku og þau ætla að reyna að tryggja að í júlí 2026 verði það hægt.“
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi fjallar um fjármál í Morgunútvarpinu á Rás 2 hálfsmánaðarlega.