Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð vestur á Bolungarvík í dag til aðstoðar í útkalli Lögreglunnar á Vestfjörðum.
Lögregla verst frétta af málinu en Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vestfjörðum, staðfesti að sérsveitin hefði verið kölluð til. Útkallið hefði verið þess eðlis, en hann vildi ekki tjá sig um málavexti.
Von er á tilkynningu síðar í dag.
Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti jafnframt að sérsveitin hefði verið kölluð út en vildi annars ekki tjá sig um málið.