18. mars 2025 kl. 14:50
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Sér­sveit­in kölluð til að­stoð­ar í Bol­ung­ar­vík

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð vestur á Bolungarvík í dag til aðstoðar í útkalli Lögreglunnar á Vestfjörðum.

Lögregla verst frétta af málinu en Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vestfjörðum, staðfesti að sérsveitin hefði verið kölluð til. Útkallið hefði verið þess eðlis, en hann vildi ekki tjá sig um málavexti.

Von er á tilkynningu síðar í dag.

Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti jafnframt að sérsveitin hefði verið kölluð út en vildi annars ekki tjá sig um málið.

Drónamyndir af Bolungarvík, það er þungbúið og lágskýjað.
Frá BolungarvíkRÚV / Jóhannes Jónsson